Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, opnaði í dag nýja götu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingu í Hringbrautarverkefninu við Landspítala Hringbraut. Innkeyrslan er frá Barónsstíg og að aðalinngangi spítalans við Hringbraut. Fulltrúar frá sjúklingasamtökum tóku þátt í athöfninni með þvi að opna götuna formlega með ráðherra. Að því loknu gengu fulltrúar sjúklingasamtaka með ráðherra eftir nýju götunni sem liggur frá Barónsstíg að K-byggingu Landspítala samhliða nýju sjúkrahóteli sem tekið verður í notkun 2017.
Bygging sjúkrahótelsins gengur vel og er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar við Hringbraut. Gert er ráð fyrir að það verði tekið í notkun á vormánuðum næsta árs.
Tengt efni: