Í umfjöllun sinni horfir Viðskiptaráð fram hjá þeirri megin niðurstöðu skýrslunnar að kostnaður við legudaga á Landspítala eru umtalsvert lægri en á samanburðarsjúkrahúsum, afköst starfsmanna mun meiri og ályktar ranglega um þróun launakjarastarfsmanna spítalans. Höfundur pistils Viðskiptaráðs virðist ekki vera kunnugt um þær breytingar sem orðið hafa á heilbrigðisþjónustu síðustu árin með tilfærslu þjónustu af legudeildum á dagdeildir og áhrifa þessa árekstrarkostnað og þjónustu. Þá virðist sem höfundur hafi ekki aflað sér upplýsinga um tilflutning verkefna frá öðrum stofnunum til Landspítala, né gera sér grein fyrir áhrifum lýðfræðilegra þátta á heilbrigðisþjónustu í landinu. Af fleiru er að taka í stuttum pistli Viðskiptaráðs um efnið og flest þess eðlis að unnt hefði verið að koma í veg fyrir misskilning og rangfærslur. Landspítalilítur það alvarlegum augum að Viðskiptaráð, heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi, fjalli með þessum óvandaða hætti um flókna starfsemi stofnunarinnar. Skýrsla McKinsey, sem Landspítali hefur fagnað, er góður grunnur að yfirveguðu samtali um þessa stærstu stofnun landsins. Það er áríðandi að þeir sem telja mikilvægt að rödd þeirra heyrist í umræðunni tali af þekkingu um efni hennar og túlki niðurstöður með vönduðum hætti. Landspítalihefur af þessu tilefni óskað eftir fundi með formanni stjórnar Viðskiptaráðs.
Horft framhjá lægri kostnaði og meiri afköstum
Viðskiptaráð horfir fram hjá þeirri staðreynd að kostnaður á hvern legudag á Landspítala er um 50% lægri en á sænskum samanburðarsjúkrahúsum, sem tiltekin eru í skýrslunni, að teknu tilliti til verðlags. Í samanburði sem þessum er sömuleiðis rétt að hafa í huga að afköst starfsmanna Landspítala eru allt að 95% meiri en hjá sænskum starfssystkinum þeirra.Þróun launakjara starfsmanna spítalans
Viðskiptaráð kemst að þeirri niðurstöðu að þróun launakjara starfsmanna spítalans hafi verið önnur og mun jákvæðari en almennt gerist í samfélaginu. Þessi niðurstaða er fengin með því að taka upplýsingar um launakostnað og fjölda stöðugilda úr ársreikningum Landspítala og reikna meðallaun á hvert stöðugildi árin 2012- 2015.Eins og öllum ætti að vera kunnugt voru meiriháttar verkföll innan heilbrigðiskerfisins árin 2014 og 2015. Reglubundin starfsemi lagðist að miklu leyti af en brýnni eða lífsnauðsynlegri þjónustu að sjálfsögðu sinnt. Á verkfallstíma fækkar reiknuðum ársverkum í samræmi við lækkun fasts launkostnaðar vegna starfsmanna í verkfalli.Launkostnaður vegna vaktþjónustu og breytilegrar vinnu utan dagvinnutíma lækkar minna, eða lítið sem ekkert, vegna bráðaþjónustu og vaktþjónustu vegnaneyðartilvika, sem samkomulag er um að unnin sé þrátt fyrir verkfall. Þetta gerir það að verkum að meðalkostnaður á hvern starfsmann eins og Viðskiptaráð reiknar hann, hækkar óeðlilega áverkfallsárunum, sérstaklega árið 2015 þegar mjög stórir hópar heilbrigðisstarfsmanna voru í verkföllum til lengri tíma. Ætla mætti að þeirsem gera sig gildandi á íslenskum vinnumarkaði átti sig á slíkum grundvallaratriðum varðandiáhrif verkfalla á vinnumarkað og launakostnað.
Umfjöllun um afköst og gæði
McKinsey fjallar ítarlega um þróun afkasta á spítalanum og samkvæmt þeirra greiningu eru afköst á Landspítala allt að 95% meiri en á samanburðarsjúkrahúsunum í Svíþjóð. Mikil afköst eru auðvitað æskileg en hér er augljóslega um of mikið álag að ræða. Varðandi afköst er einnig bent á í skýrslunni að framleiðsla á tímabilinu hafi dregist nokkuð saman, fyrst og fremst vegna flutnings þjónustu frá legudeildum til dagdeilda: “Fækkun legudeildasjúklinga er almennt í samræmi við alþjóðlegaþróun” (bls. 12 í skýrslunni) enda var um skipulagða breytingu að ræða til að lækka resktrarkostnað. Þessi breyting, þ.e. flutningur frá legudeildum til dagdeilda, er meðal mikilvægustu þátta í lækkun rekstrarkostnaðar án þess að dregið sé úr þjónustu.
Í skýrslu McKinsey kemur skýrt fram að þrátt fyrir ótrúlega lágan rekstrarkosntað og manneklu hafi “…sést lítil breyting á gæðum þjónustunnar á spítalanum samkvæmt þeim gæðavísum sem notaðir eru” (bls. 35 í skýrslunni). Á bls. 37 segir varðandi mælingar á ánægju sjúklinga: “Litlar breytingar hafa orðið á niðurstöðum hennar frá árinu 2012 en ánægja er mikil m.t.t. allra vísa – sem er alls ekki sjálfsagður árangur á erfiðum tímum.” Meðaltalsskor árið 2012 er 2,59 og árið 2015 2,58 en hæsta mögulega skor er 3,0. Viðvarandi skor í krinum 2,6 er því afburðaárangur og erfitt að hækka.
Það er vandséð hvernig Viðskiptaráð getur túlkað þessar niðurstöður eins og raun ber vitni og sett fram sem fyrirsögn “Afköst minnka og gæði staðna” og túlkað þær sem svo að aukin fjárútlát hafi ekki gagnast sjúklingum. Þessi framsetning ráðsins endurspeglar því í besta falli algert þekkingar- og skilningsleysi á rekstri, framleiðni og gæðaviðmiðum í heilbrigðisþjónustu.
Biðlistar
Það er alkunna að til staðar eru nokkrir biðlistar eftir ákveðinni þjónustu á Íslandi, meðal annars á Landspítala. Í skýrslu McKinsey kemur fram að biðlistavandi hafi myndast á Landspítala í kjölfar niðurskurðar í kreppunni en að jafnframt hafi þeir lengst síðustu ár. Þetta er rétt en ekki er tekið tillit til þess að eftirspurn eftir þjónustu vex miklum mun hraðar en fjárframlög og er það augljóst ef menn skoða til dæmis mannfjöldagögn Hagstofu. Opinber útgjöld á föstu verðlagi til Landspítala árið 2015 voru nánast hin sömu og árið 2002, talsvert minni en árið 2003 og miklum mun minni en árið 2007. Það liggur sem sagt fyrir, í ársreikningum Landspítala svo og ríkisreikingi, að sjúkrahúsið var rekið, hallalaust, árið 2015 fyrir svipað opinbert fjármagn (á föstu verðlagi) og í byrjun aldarinnar en fyrir verulega minna fjármagn en í góðærinu svokallaða. Umfang þjónustunnar er samt miklu meira, enda hefur spítalanum verið falin mörg viðbótarverkefni frá aldamótum, svo sem rekstur réttargeðdeildar og þeirrar starfsemi sem áður var veitt af St.Jósefsspítala í Hafnarfirði. Landspítali er að sjálfsögðu ekki sáttur við að bið eftir þjónustu lengist. Það er hins vegar því miðuróhjákvæmilegt meðan fjárframlög taka ekki mið af mannfjöldaþróun, öldrun þjóðarinnar eða öllum þeim verkefnum sem spítalanum eru ætluð.
Það er í sjálfu sér gott að Viðskiptaráð beini sjónum sínum að þróun biðlista eftir þjónustu. Enn betra væri ef ráðið kynnti sér viðeigandi upplýsingar í því sambandi.
Umfjöllun um laun lækna og þróun mönnunar í læknastétt
Í skýrslu McKinsey kemur fram sú skoðun fyrirtækisins að sérlega miklar launahækkanir lækna hafi verið nauðsynlegar til að gera störf þeirra meira aðlaðandi. Í ljósi þess að margir íslenskir læknar kusu að starfa erlendis í kjölfar kreppunar vegna betri launakjara þar ætti þessi skoðun ekki að koma á óvart. Viðskiptaráð hafði fyrir því að afla sér upplýsinga um að árið 2012 hafi 307 manns þreytt inntökupróf í læknadeild, af þeim hafi 48 verið leyft að innritast og því hafi fimm af hverjum sex sem vildu verða læknar verið vísað frá. Í ljósi þessa telur ráðið “að þrátt fyrir fullyrðingar um bág kjör bendi aðsóknartölur í læknadeild til þess að lítill skortur sé áeinstaklingum hérlendis sem vilja starfa sem læknar”. Þetta álit endurspeglar væntanlega að ráðið telji nýlegar kjarabætur lækna hafa verið ónauðsynlegar.
Fyrir síðustu kjarasamninga lá fyrir að kjör lækna hérlendis væru ekki sambærileg þeim sem bjóðast erlendis – þetta var staðfest með stöðugum ferðum íslenskra lækna til nágrannalandanna til að afla sér tekna, töfum á heimflutningi nýrra sérfræðinga og nokkrum brottflutningi íslenskra lækna sem margir hverjir hafa ekki snúið aftur heim. Við þessum vanda vill Viðskiptaráð bregðast með því að draga úr aðgangshindrunum í læknadeild Háskóla Íslands. Forsendur þessara hindrana eru fyrst og fremst tvenns konar. Annars vegar er um mjög erfitt nám að ræða, bæði grunnnámið í háskóla en ekki síður framhaldsnám hér og erlendis. Ungir læknar sem útskrifast frá HÍ þurfa að fara í sérnám til útlanda og þurfa þá að standa jafnfætis öðrum sem sækjast eftir slíkum námsstöðum. Alls staðar í hinum vestræna heimi eru gerðar strangar kröfur um námsárangur í læknanámi, stundum með aðgangshindrunum, stundum með samkeppnisprófum eftir að nám er hafið og svo framvegis. Það er því í hæsta máta skammsýnt að mæla með því að draga verulega úr eða bara sleppa alveg aðgangshindrunum inn í námið. Hin meginástæðan fyrir takmörkuðum nemendafjölda í læknadeild er að smæð heilbrigðiskerfisinshérlendis leyfir ekki nema takmörkuðum fjölda nemenda að stunda klínískt nám á hverju ári. Stærstur hluti klínísks náms, hér eins og erlendis, fer fram á háskólasjúkrahúsinu. Miðað við umfang spítalans er því miður ekki unnt að tryggja gæðanám fyrir fleiri læknanema á hverju ári. Bæði Landspítali og Háskóli Íslands hafa áhuga á að fjölga nemendum í læknadeild. Veriðer að skoða með hvaða hætti væri unnt að fjölga nemendum án þess að skerða gæði námsins.
Viðskiptaráð leitaði ekki upplýsinga hjá Landspítala við vinnslu þessa álits
Unnt hefði verið að fyrirbyggja þennan misskilning og þar með álit sem byggir á takmarkaðir yfirsýn og þekkingu. Landspítali hvetur Viðskiptaráð til að endurskoða sína umfjöllun með sanngirni og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi.