Á fimmtudag verður sérstök styrktarsýning á Eiðnum eftir Baltasar Kormák í Háskólabíói og mun allur ágóði renna til Batamiðstöðvarinnar á Kleppi. Eiðurinn var frumsýnd nýlega og hefur fengið frábærar viðtökur. Í myndinni segir frá hjartaskurðlækni sem reynir að bjarga dóttur sinni úr klóm eiturlyfjasala. Myndin tekur á erfiðum veruleika sem margar íslenskarfjölskyldur hafa þurft að takast á við.
Eftir sýningu myndarinnar mun BaltasarKormákur leikstjóri sitja fyrir svörum ásamt Gísla Erni Garðarssyni leikara og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Rafn Haraldur Rafnsson, íþróttafræðingur frá Batamiðstöðinni, mun einnig kynna starfsemi hennar í stuttu máli.
Umræðum stjórnar Guðný Helga Herbertsdóttir.
Sýningin er samvinnuverkefni Rvk Studios, Háskólabíós,miði.is og Landspítala.
Fimmtudagur, 22. sept. 2016, kl. 18 - 20.30, í Háskólabíói
Miðaverð: 2000 kr.
Miðasala er á miði.is - https://midi.is/kvikmyndir/1/9773/Eidurinn-Styrktarsyning