Alma Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, tekur við tveimur rúmhjólum sem fjölskylda og vinir Kristins Björnssonar færðu gjörgæslum á Landspítala að gjöf til minningar um hann. Sólveig Pétursdóttir, ekkja Kristins, afhenti gjöfina.
Hjólin eru gefin í minningu Kristins Björnssonar og eru gefendur ekkja hans, Sólveig Pétursdóttir ásamt fjölskyldu og vinum.
Rúmhjólin eru viðbót við hefðbundna sjúkraþjálfun mikið veikra sjúklinga og hægt að nota þó svo sjúklingurinn liggi í öndunarvél og hægt að hjóla hvort heldur er með höndum eða fótum.
Mikilvægt er talið að leita allra leiða til að viðhalda virkni vöðva mikið veikra sjúklinga en slíkt styttir sjúkdóms- og endurhæfingarferlið. Þjálfun sem þessi geti einnig stytt sjúklingum stundir og verið þeim andleg upplyfting.
Gjafir velunnara skipta starfsemi spítalans miklu og færði starfsfólk gjörgæsludeildanna gefendum miklar þakkir en þær voru formlega afhentar 15. september 2016.