Ráðstefnan Fjölskyldan og barnið, sem er á vegum kvenna- og barnasviðs Landspítala, verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 30. september 2016.
Yfirskrift ráðstefnunnar er samvinna og samhæfing þjónustu við konur, börn og fjölskyldur þeirra. Sjónum verður beint að því hvað einkennir góða samvinnu og hvernig hún getur hjálpað til við að auka gæði þjónustunnar innan veggja spítalans sem og utan.
Yfirskrift ráðstefnunnar er samvinna og samhæfing þjónustu við konur, börn og fjölskyldur þeirra. Sjónum verður beint að því hvað einkennir góða samvinnu og hvernig hún getur hjálpað til við að auka gæði þjónustunnar innan veggja spítalans sem og utan.
Ráðstefnan er öllum opin en tilkynna þarf þátttöku fyrir 28. september á rafrænu formi á vefsíðu ráðstefnunnar.
Ráðstefnugjald er 10.500 og 5.500 fyrir nemendur (hádegisverður og kaffi innifalið)
Skráning og nánari upplýsingar á fjolskyldanogbarnid.landspitali.is