Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, er formaður nýrrar stjórnar Félags íslenskra lyflækna (FÍL) sem árið 2016 fagnar 70 ára afmæli sínu.
Aðrir í stjórn eru Sigurður Ólafsson gjaldkeri, Gerður Gröndal ritari og meðstjórnendurnir Friðbjörn Sigurðsson, Runólfur Pálsson, Signý Vala Sveinsdóttir og Örvar Gunnarsson.
Aðrir í stjórn eru Sigurður Ólafsson gjaldkeri, Gerður Gröndal ritari og meðstjórnendurnir Friðbjörn Sigurðsson, Runólfur Pálsson, Signý Vala Sveinsdóttir og Örvar Gunnarsson.
Eitt af meginverkefnum félagsins hefur verið á skipuleggja vísindaþing sem hingað til hefur verið haldið annað hvert ár. Næsta þing verður 2. og 3. desember 2016 í Hörpu. Að auki hyggst FÍL reyna að styðja ötullega við frekari eflingu lyflækninga á Íslandi sem og við þróun framhaldsnáms í lyflækningum við Landspítala. Þá er stefnt að öflugra samstarfi við sérgreinafélög innan lyflækninga og að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málefni sem tengjast lyflækningum.
Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala og fyrrverandi formaður Félags íslenskra lyflækna, er nýtekinn við sem forseti Evrópusamtaka lyflækna (European Federation of Internal Medicine). Samhliða því eru talin hugsanleg tækifæri fyrir lyflækna hérlendis að láta meira til sín taka á alþjóðlegum vettvangi en víða sé vaxandi áhersla á hlutverk almennra lyflækningar í vestrænum samfélögum, ekki síst vegna stækkandi hlutfalls aldraðra með fjölþætt heilsufarsvandamál.