Sjúkraþjálfar á Landspítala hafa á alþjóðadegi sjúkraþjálfara 8. september kynnt starfsemi sína víða á spítalanum. Þema alþjóðadagsins er „bættu lífi við árin“.
Í tilefni af þessum alþjóðlega degi sjúkraþjálfara buðu sjúkraþjálfarar á Landakoti starfsfólki upp á göngu- og styrktarmælingar í hádeginu. Mældur var max. gönguhraði m/s á sek. og styrkur í ganglimum. Gafst starfsfólkinu kostur á að sjá hvar það stæði miðað við jafnaldra sína í getu.