Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company hefur skilað skýrslu um rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítala. Við gerð fjárlaga ársins 2016 lagði fjárlaganefnd Alþingis til að veittir yrðu fjármunir til að fjármagna greiningu og úttekt á rekstri og starfsemi Landspítala og var það samþykkt.
Skýrslan var kynnt 7. september 2016.
Í skýrslunni er kastljósinu beint að afköstum á Landspítala, rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls á spítalanum. Jafnframt er fjallað um nýtingu fjármuna, gæði veittrar heilbrigðisþjónustu og samspil Landspítala við aðra hluta heilbrigðiskerfisins, þar á meðal heilsugæsluna og sérfræðilækna á eigin stofum.
Nánar á vef velferðarráðuneytis
Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans - Íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum (pdf)