Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er settur yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala til eins árs frá 15. ágúst 2016 í fjarveru Hilmar Kjartanssonar yfirlæknis.
Jón Magnús er sérfræðingur í bráðalækningum og almennum lyflækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann hefur starfað sem sérfræðingur á bráðadeild frá árinu 2010. Hann hefur einnig starfað fyrir alþjóðlega Rauða krossinn við hjálparstörf á náttúruhamfara- og stríðsátakasvæðum.
Hann hefur síðastliðið ár verið staðgengill Hilmar Kjartanssonar yfirlæknis og komið að fjölmörgum umbótaverkefnum fyrir hönd bráðadeildar.
Jón verður áfram formaður fjöláverkaráðs LSH.