Leitað er eftir þátttakendum.
Blöðruþang (Fucus vesiculosus) er ríkt af joði, ómeltanlegri sterkju, salti og lífvirkum efnum. Duft úr blöðruþangi verður til þegar ákveðin lífvirk efni eru dregin út úr blöðruþanginu og einangruð. Þessi lífvirku efni eru sett í hylki úr gelatíni til að auðvelda inntöku. Notkun á blöðruþangi til manneldis er þekkt og rannsóknir á lífvirkum efnum í blöðruþangi, bæði hér á Íslandi og erlendis, benda til þess að það geti haft jákvæð áhrif á blóðsykurstjón þar sem það dregur úr upptöku kolvetna í meltingarvegi.
Rannsóknin er á vegum Rannsóknastofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) og Matvæla- og næringarfræðdeildar Háskóla Íslands. átttakendur þurfa að vera heilbrigðir, fullorðnir einstaklingar 40 ára og eldri með líkamsþyngdarstuðul 30 kg/m².
Rannsóknin er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Ósk um þátttöku og nánari upplýsingar: Aníta Sif Elídóttir, s. 844 7131, tölvupóstur á anitas@landspitali.is
Nánari upplýsingar um rannsóknina (pdf)
Mynd: Blöðruþang (öðru nafni bóluþang) - Mynd úr Wikipedia