Kristín Lilja Svansdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri meltingar- og nýrnadeildar 13E á Landspítala Hringbraut frá 1. ágúst 2016 til næstu 5 ára. Kristín Lilja lauk Bs námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Hún stundar nú meistaranám í heilbrigðssvísindum við Háskólann á Akureyri.
Kristín Lilja hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala frá því hún útskrifaðist. Á gigtar- og almennri lyfjadeild 1993–2002, á hjarta- og nýrnadeild 2002–2006 og á meltingar- og nýrnadeild frá því í maí 2006. Hún var aðstoðardeildarstjóri á þeirri deild frá október 2006 til febrúar 2008.
Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir hefur látið af störfum sem deildarstjóri að eigin ósk en mun starfa áfram við spítalann.