Þátttaka í rannsókninni felst í því að mæta þrisvar sinnum í tvo og hálfan tíma í blóðsykurpróf og líkamsmælingar. Þátttakendur munu fá mismunandi skammta af blöðruþangsútdrætti ásamt 50 g af kolvetnum í hverri komu. Framkvæmdar verða mælingar á líkamssamsetningu, hæð og þyngd. Auk þess verða þátttakendur beðnir um að upplýsa um almennt heilsufar.
Þátttakendur eru heilbrigðir, fullorðnir einstaklingar á aldrinum 40 ára og eldri með líkamsþyngdarstuðul ≥ 30 kg/m2. Þátttakendur sem stunda reglulega hreyfingu eru útilokaðir frá þátttöku sem og þungaðar konur eða konur með barn á brjósti. Ekki er greitt fyrir þátttöku.
Áhugasamir sem uppfylla ofangreind skilyrði eru beðnir um að hafa samband við Anítu Sif Elídóttur, næringarfræðing, í síma 844-7131 eða senda tölvupóst á anitas@landspitali.is.
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Alfons Ramel, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands (alfonsra@hi.is) sími: 543-9875).