Gamla bíó gaf Barnaspítala Hringsins nokkrar stórar myndir af landsliðsmönnum karla í knattspyrnu sem gerðu garðinn frægan á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016.
Meðan á Evrópumeistaramótinu stóð voru stórar pappírsmyndir af landsliðspiltunum í Gamla bíói í Reykavík. Þeir eru mjög eðlilegir á þessum myndum og fólk hafði gaman af því að stilla sér upp við hliðina á þeim til myndatöku. En reyndar fundu einhverjir hjá sér þörf til þess að láta þá hverfa annað slagið. Það þurfti jafnvel að auglýsa eftir þeim en alltaf sneru þeir aftur. Svo lauk mótinu í Frakklandi og þá þótt starfsfólki í Gamla bíói nauðsynlegt að finna fótboltahetjunum nýjan stað og gaf myndirnar Barnaspítala Hringsins. Nú standa íslensku fótboltahetjurnar þar vaktina í vörn og sókn.
Mynd: Gamla bíó gaf Barnaspítala Hringsins nokkrar stórar myndir af landsliðsmönnum karla í knattspyrnu sem gerðu garðinn frægan á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. Heiðrún Hreiðarsdóttir ritari, Gróa Gunnarsdóttir leikskólakennari, Sigríður Friðný Halldórsdóttir hjúkrunarnemi og stelpurnar tvær, Helga Ósk Baldursdóttir og Hildur Sif Jónsdóttir.