Marga hefur lengi dreymt um að fá jáeindaskanna á Landspítala en hann hefur ekki verið til. Á hverju ári hefur því þurft að senda fjölda sjúklinga til útlanda í jáeindaskanna. Nú hyllir undir betri tíð því Íslensk erfðagreining gaf jáeindaskanna og húsið sem þarf að byggja utan um hann.
Við kvennadeildahúsið hafa verið miklar framkvæmdir síðan síðla árs 2015. Þar er verið að byggja sjúklingahótel sem er fyrsti áfangi Hringbrautarverkefnisins um uppbyggingu Landspítala. Húsið rís þar sem áður var ekið inn að Landspítala Hringbraut frá Barónsstíg en aðkeyrslan færist aðeins ofar.
Ljósmyndir: Framkvæmdir vegna sjúklingahótels á Landspítala og nýrrar aðkeyrslu til spítalans við Hringbraut frá Barónsstíg - 7. júlí 2016