Árleg Losun Landspítala á koltvísýringi CO₂ verður 40 prósentum minni árið 2020 en árið 2015 eða sem munar 1.520 tonnum.
Það samsvarar árlegum akstri 450 fólksbíla.
Þetta er meginatriði nýsamþykktra loftslagsmarkmiða Landspítala. Spítalinn einsetur sér að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og hefur margt gert til þess. Áhersla hefur meðal annars verið á flokkun úrgangs og minni sóun, vistvænni samgöngu og innkaup.
Landspítali setur sér nú loftslagsmarkmið til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda ásamt um 100 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, Reykjavíkurborg og Festu. Markmiðunum er ætlað að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og knýja á um mótvægisaðgerðir sem þjóðir heims, stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur þurfa að grípa til.
Lofslagsmarkmið Landspítala 2020 (pdf)