Gunnar er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann stofnaði og var framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. um árbil og sat á Alþingi um tveggja ára skeið og var þá meðal annars formaður fjárlaganefndar. Þá starfaði Gunnar í sveitarstjórnarmálum á annan áratug. Undanfarin sjö ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og sinnt stjórnar- og rekstrarstörfum m.a. við verkefnið um Nýjan Landspítala auk fjölmargra annarra stjórnunarverkefna fyrir einka- og opinbera aðila.
Aðalfundur Nýs Landspítala ohf. fyrir árið 2015 var haldinn 29. júní 2016.
Stjórn félagsins skipa Erling Ásgeirsson sem er formaður, Dagný Brynjólfsdóttir og Hafsteinn S. Hafsteinsson.
Gunnar Svavarsson ráðinn framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf
Gunnar Svavarsson, fyrverandi stjórnarformaður Nýs Landspítala ohf, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hlutafélagsins af stjórn þess.
Opinbera hlutafélagið stendur að nauðsynlegum undirbúningi vegna Hringbrautarverkefnisins um uppbyggingu Landspítala. Tólf manns sóttu um stöðuna en þrír drógu umsóknir sínar til baka.