Bilun varð í tölvupósthólfi húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítala föstudaginn 24. júní 2016 sem varð þess valdandi að sjálfvirkt svar var aftur sent á fjölda fólks sem áður hafði fengið slíkt svar. Að sögn Ólafs Baldurssonar, framkvæmdastjóra lækninga, er um staðlað svar að ræða þar sem engar persónugreinanlegar upplýsingar komar fram enda sendir húð- og kynsjúkdómadeild aldrei út slíkar upplýsingar í tölvupósti. „Við höfum greint hvað olli þessari bilun og hún hefur verið lagfærð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa haft í för með sér en viljum ítreka að ekki var um persónugreinanlegar sjúkraskrárupplýsingar að ræða.“
Leit
Loka