Nýlega birtist í Journal of Heart Valve Disease rannsókn íslenskra vísindamanna sem lýsir góðum árangri eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi. Greinin er samstarfsverkefni hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala, Læknadeildar HÍ og Hjartaverndar. Í ljós kom að afdrif, þ.e.a.s. lífshorfur, þeirra sem gengust undir ósæðarlokuskipti voru sambærileg við aðra Íslendinga af sama aldri og kyni sem ekki höfðu farið í slíka aðgerð. Jafnframt kom í ljós að yfir 94% sjúklinganna lifðu aðgerðina og fimm árum frá aðgerð voru 82% þeirra á lífi. Þetta eru afar ánægjulegar niðurstöður, ekki síst þar sem stærstur hluti sjúklinganna eru aldraðiryfir sjötugt og margir þeirra með alvarlegan hjartasjúkdóm vegna þrengsla í ósæðarlokunni.
Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og eru árlega gerðar í kringum 50 slíkar aðgerðir hér á landi. Við aðgerðina er notast við hjarta- og lungnavél, hjartað stöðvað, kalkaða lokan síðan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er lífræn loka úr kálfi eða svíni. Langoftast eru þessar aðgerðir gerðar vegna þess að ósæðarlokan skemmist vegna kölkunar og þrengist, sem erfiðar hjartanu að tæma sig og dæla blóði út í líkamann. Ljóst er að með auknum fjölda aldraðra mun þessum aðgerðum fjölga umtalsvert á næstu áratugum. Rannsóknir á gagnsemi og árangri þessara aðgerða eru því afar mikilvægar.
Samtals náði rannsóknin til 366 sjúklinga sem fóru í aðgerðina á 10 ára tímabili, frá 2002 til 2011. Með tölfræðilíkani voru afdrif sjúklinganna metin, þ.e. lífshorfur, og þau borin saman við Íslendinga af sama kyni og aldri. Rannsóknin náði til heillar þjóðar og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis.
Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Sindra A. Viktorssonar, læknis við læknadeild HÍ, en leiðbeinandi hans er Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir, sem jafnframt stýrði rannsókninni.
Nánari upplýsingar veita:
Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og eru árlega gerðar í kringum 50 slíkar aðgerðir hér á landi. Við aðgerðina er notast við hjarta- og lungnavél, hjartað stöðvað, kalkaða lokan síðan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er lífræn loka úr kálfi eða svíni. Langoftast eru þessar aðgerðir gerðar vegna þess að ósæðarlokan skemmist vegna kölkunar og þrengist, sem erfiðar hjartanu að tæma sig og dæla blóði út í líkamann. Ljóst er að með auknum fjölda aldraðra mun þessum aðgerðum fjölga umtalsvert á næstu áratugum. Rannsóknir á gagnsemi og árangri þessara aðgerða eru því afar mikilvægar.
Samtals náði rannsóknin til 366 sjúklinga sem fóru í aðgerðina á 10 ára tímabili, frá 2002 til 2011. Með tölfræðilíkani voru afdrif sjúklinganna metin, þ.e. lífshorfur, og þau borin saman við Íslendinga af sama kyni og aldri. Rannsóknin náði til heillar þjóðar og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis.
Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Sindra A. Viktorssonar, læknis við læknadeild HÍ, en leiðbeinandi hans er Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir, sem jafnframt stýrði rannsókninni.
Greinina má nálgast á www.icr-heart.com eða sem pdf hér: Journal of Heart Disease
Nánari upplýsingar veita:
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor
tomasgud@landspitali.is
farsími: 825-5016
tomasgud@landspitali.is
farsími: 825-5016
Sindri Aron Viktorsson, deildarlæknir á skurðsviði Landspítala
sindriav@landspitali.is
farsími: 690-7526