Blóðgjafafélagið og Blóðbankinn héldu alþjóða blóðgjafadaginn hátíðlegan 14. júní 2016. Tilgangur þessa dags er að vekja athygli á blóðgjöfum og því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna og hvetja sem flesta til að gefa blóð. Það er mikilvægt að minna á að Blóðbankinn fer ekki í sumarfrí og þarf alltaf á dýrmætum blóðgjöfum að halda. Blóðbankinn þarf á um 2.000 nýjum blóðgjöfum að halda á ári. Það var kátt á hjalla í gær fyrir utan Blóðbankann þar sem pyslur voru grillaðar, töfrabrögð sýnd, slökkviliðsmenn komu í heimsókn auk þess sem bangsaspítalinn var á staðnum.
Viðmælendur í þessu myndbandi eru:
Freyja, Fía og Sigríður Helga, Jórunn Frímannsdóttir deildarstjóri blóðsöfnunardeildar.
Viðmælendur í þessu myndbandi eru:
Freyja, Fía og Sigríður Helga, Jórunn Frímannsdóttir deildarstjóri blóðsöfnunardeildar.