Landspítali stóð uppi sem sigurvegari Norrænu sjúkrahúsleikanna sem fóru fram um helgina í Reykjavík og nágrenni. Um 100 starfsmenn Landspítala tóku þátt í leikunum og náðu bestum árangri allra liða. Alls tóku rúmlega 800 keppendur þátt í 14 íþróttagreinum. Þátttakendur eru starfsfólk sjúkrahúsanna.
Leikarnir gengu vel og var frábær stemning á meðal þátttakenda sem komu frá öllum Norðurlöndunum. Keppnisdagarnir voru tveir og endaði sá seinni með stórri veislu í Laugardalshöll.
Norrænu sjúkrahúsleikarnir hafa verið haldnir frá árinu 1975 þegar þeir voru fyrst haldnir í Kaupmannahöfn. Leikarnir hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, árið 2002. Mikill undirbúningur hefur átt sér stað undanfarnar vikur og mánuði og eiga sjálfboðaliðar Landspítala miklar þakkir skilið fyrir sinn þátt í að gera leikanna jafn skemmtilega og eftirminnilega.
Leikarnir gengu vel og var frábær stemning á meðal þátttakenda sem komu frá öllum Norðurlöndunum. Keppnisdagarnir voru tveir og endaði sá seinni með stórri veislu í Laugardalshöll.
Norrænu sjúkrahúsleikarnir hafa verið haldnir frá árinu 1975 þegar þeir voru fyrst haldnir í Kaupmannahöfn. Leikarnir hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, árið 2002. Mikill undirbúningur hefur átt sér stað undanfarnar vikur og mánuði og eiga sjálfboðaliðar Landspítala miklar þakkir skilið fyrir sinn þátt í að gera leikanna jafn skemmtilega og eftirminnilega.