Útskriftardeild L2 á 2. hæð á Landakoti hefur fengið að láni frá Fastus Motiview áhugahvetjandi hreyfiþjálfunarhjól í 4 vikur. Tölva er tengd við sjónvarp og sá sem hjólar sér fallegt landslag um leið og hann hjólar. Hjólið er af gerðinni Teratrainer og nýtist bæði til að hjóla með fótum og höndum. Setið er í stól við að hjóla. Ákveðið hefur verið að hafa skráningu og hver og einn sjúklingur á endurhæfingardeildinni fær í senn hálfan klukkutíma, ef hann óskar eftir því, og hægt er að nota hjólið á tímabilinu frá kl. 9:00 til kl.18:00 en ekki er hjólað á matmálstímum.
Hjólið vekur áhuga meðal sjúklinga og hafa margir prófað það. Starfsmenn deildarinnar ásamt sjúkra- og iðjuþjálfum voru að vonum mjög spenntir og hafa líka margir prófað að hjóla.
Hjólið vekur áhuga meðal sjúklinga og hafa margir prófað það. Starfsmenn deildarinnar ásamt sjúkra- og iðjuþjálfum voru að vonum mjög spenntir og hafa líka margir prófað að hjóla.