Frá ónæmisfræðideild:
Ónæmisfræðideildin hefur tekið upp EliA aðferð við mælingar á ENA mótefnum í stað Varelisa Elisu frá sama framleiðanda. Nýja prófið hefur þegar verið prufukeyrt hjá okkur og ber niðurstöðum þess mjög vel saman við Varelisu aðferðina, þó er EliA aðferðin talin vera næmari rannsókn en sértæknin sambærileg. Því er mögulegt að sýni sem áður voru neikvæð verði jákvæð og öfugt með EliA aðferðinni.
Nýja ENA EliA skimprófið inniheldur, auk þeirra 8 mótefnavaka sem gamla prófið inniheldur, 6 nýja mótefnavaka sem geta verið mjög gagnleg viðbót til greiningar á gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdómum.
Ef ENA EliA skimprófið er jákvætt munum við halda sömu vinnureglu og áður og mæla mótefni gegn dsDNA, RNP, Sm, SSA, SSB, Scl-70, Centromere og Jo-1.
Ef ENA EliA skimprófið er jákvætt og þessar framhaldsmælingar eru allar neikvæðar munum við mæla mótefni gegn hinum 6 nýju mótefnavökum; fibrillarin, RNA Polymerase III, PM-Sc1 100, PCNA og Mi-2. Í slíkum tilfellum verða þessar aukamælingar ekki „rukkaðar“ sérstaklega næsta árið.
Samhliða þessari auknu þjónustu hefur þessi breyting í för með sér að ný viðmiðunargildi verða tekin í notkun.
- Ný viðmiðunargildi fyrir ENA EliA skimpróf: Neikvætt <0,7 eining Jaðargildi 0,7-1,0 eining Jákvætt >1,0 eining RNP mótefni: Neikvætt <5 U/ml Jaðargildi 5-10 U/ml Jákvætt >10 U/ml Sm, SSA, SSB, Scl-70, Centromere, Jo-1, Rib-P, fibrillarin, RNA Polymerase III, PM-Sc1 100, PCNA og Mi-2 mótefni: Neikvætt <7 U/ml Jaðargildi 7-10 U/ml Jákvætt >10 U/ml
Ef nýtt sýni sjúklings mælt með nýju EliA aðferðinni ber ekki saman við fyrri mælingar verður sýnið þar á undan (ef það er ennþá til) mælt með nýju aðferðinni og sú rannsóknarniðurstaða einnig gefin út.
Vegna hagstæðra samninga og aukinnar hagræðingar mun verð fyrir ENA EliA skimprófið og hefðbundnar framhaldsmælingar (ef skimprófið er jákvætt) haldast óbreytt þótt nýja prófið innihaldi mun fleiri mótefnavaka.
Við vonum að þessi breyting valdi ekki miklum óþægindum.
Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við undirrituð eða sérfræðinga ónæmisfræðideildarinnar.
Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir
Anna Guðrún Viðarsdóttir yfirlífeindafræðingur