Fæðingarvaktin fékk tertu í boði Bakarameistarans fyrir framúrskarandi fylgni við reglur Landspítala um skart á höndum.
Deild K2 á Landakoti var verðlaunuð fyrir bæði hæstu fylgni við handhreinsun sem og að vera ein af þremur deildum spítalans með ekkert skart á höndum við talningu í maí 2016. Starfsmennirnir fengu tertu í boði Bakarameistarans og veglegan gjafapoka frá Góu.
Fulltrúar af deild 11G taka við veglegum gjafapoka frá Góu sem viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í fylgni við handhreinsun.
Vökudeild 23D fékk tertu í boði Bakarameistarans fyrir framúrskarandi fylgni við reglur Landspítala um skart á höndum.