Verkir eru algengir meðal almennings bæði í samfélaginu og á sjúkrastofnunum og hafa neikvæð áhrif á líðan og heilsutengd lífsgæði fólks. Þrátt fyrir margvísleg úrræði og aukna þekkingu á verkjum og verkjameðferð er engu að síður fjöldi fólks með verki sem erfiðlega gengur að meðhöndla. Frekari rannsóknir á verkjum og verkjameðferð þykja því mikilvægar.
Samtökin eru þverfagleg og miða að því að efla og deila þekkingu og niðurstöðum vísindarannsókna á verkjameðferð. Hlutverk þeirra er skapa samvinnuvettvang milli rannsakenda á Norðurlöndum til að hvetja til bæði grunn- og klínískra rannsókna á verkjum og meðferð verkja.
Samtökin standa fyrir árlegu vísindaþingi og hófu nýverið að bjóða doktorsnemum upp á námskeið í verkjameðferð. Þingið er nú haldið hér á landi.
Sigríður starfar á Landspítala en er jafnframt lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í hjúkrun og snúa rannsóknir hennar að mati og meðferð einkenna, einkum verkja, og hvernig bæta má gæði verkjameðferðar. Hún er gift Sigurði Eyþórssyni, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna.