Fyrsti útskriftarhópur sótthreinsitækna frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla - maí 2016
Sótthreinsitæknar útskrifuðust frá heilbrigðisdeild Ármúlaskóla 27. maí 2016. Þetta var samstarfsverkefni Landspítala og Fjölbrautaskólans við Ármúla, með heimild frá menntamálaráðuneytinu.
Meginmarkmið náms fyrir sótthreinsitækna er að undirbúa nemendur fyrir störf á heilbrigðisstofnunum við dauðhreinsun tækja og áhalda. Meðalnámstími er tvö ár, 3 annir í skóla og 15 vikna vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun.