Þóra Gunnarsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti.
Þetta er sjö daga deild og er sérhæfð endurhæfingardeild fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma.
Þetta er sjö daga deild og er sérhæfð endurhæfingardeild fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma.
Þóra lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskólanum á Akureyri árið 2009. Hún hefur starfað við hjúkrun frá útskrift en var áður sjúkraliði.
Þóra hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á bráðadeild í Fossvogi síðast liðin 7 ár. Þar hefur hún tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum og vinnuhópum. Hún hefur einnig verið á innlagnarvöktum og þekkir því starfsemi Landspítala mjög vel. Þóra hefur verið í stöðu aðstoðardeildarstjóra á L4 síðustu mánuði en tekur nú við starfi deildarstjórastarfinu.