Vika hjúkrunar er á Landspítala 9. til 13. maí 2016. Hjúkrunarráð stendur fyrir þessum árlega viðburði þar sem hjúkrun á spítalanum er kynnt á ýmsan hátt, meðal annars með veggspjöldum og fyrirlestrum. Að þessu sinni er hjúkrun einnig kynnt með myndböndum sem birtast á vef spítalans meðan kynningarvikan stendur yfir
Lúðvík Gröndal er hjúkrunarfræðingur og starfar á bráðaöldrunarlækningadeild Landspítala. Hann byrjaði aðeins 19 ára að aldri að aðstoða við hjúkrun og eftir það var ekki aftur snúið. Hér lýsir hann sínum ferli í hjúkrun.