Vika hjúkrunar er á Landspítala 9. til 13. maí 2016. Hjúkrunarráð stendur fyrir þessum árlega viðburði þar sem hjúkrun á spítalanum er kynnt á ýmsan hátt, meðal annars með veggspjöldum og fyrirlestrum. Að þessu sinni er hjúkrun einnig kynnt með myndböndum sem birtast á vef spítalans meðan kynningarvikan stendur yfir.
Helga Jörgensdóttir er hjúkrunarfræðingur og jafnframt deildarstjóri á mótttökugeðdeild 33C við Hringbraut. Helga segir frá hvers vegna hún ákvað að gerast hjúkrunarfræðingur og lýsir því í hverju starf hjúkrunarfræðings á móttökugeðdeild felst og af hverju hún ákvað að vinna á Landspítala,