Frá ónæmisfræðideild:
Á ónæmisfræðideild Landspítala hefur verið ákveðið að taka upp EliA aðferð við mælingar á thyroglobulin (anti-Tg) og thyroid peroxidasa (anti-TPO)mótefnamælingum í stað ImmunoCAP aðferðar frá sama framleiðanda. Meginástæða þess að fara þessa leið er að EliA aðferðin er talin vera næmari rannsókn en sértæknin er sambærileg. Því er mögulegt að sýni sem áður voru neikvæð verði jákvæð með EliA aðferðinni. Þetta mun einnig hafa í för með sér að ný viðmiðunargildi verða tekin í notkun samhliða þessari breytingu.
Ný viðmiðunargildi fyrir Thyroglobulin mótefnamælingu:
Neikvætt <40 IU/ml
Jaðargildi 40-60 IU/ml
Jákvætt >60 IU/ml
Ný viðmiðunargildi fyrir Thyroid peroxidasa mótefnamælingu: Neikvætt <25 IU/ml
Jaðargildi 25-35 IU/ml
Jákvætt >35 IU/ml
Ef nýtt sýni sjúklings mælt með nýju EliA aðferðinni ber ekki saman við fyrri mælingar mun sýnið þar á undan (ef það er ennþá til) verða mælt með nýju aðferðinni og sú rannsóknarniðurstaða einnig gefin út.
Sjúklingar sem hafa verið í reglulegu eftirliti og mælst með hækkuð thyroglobulin og/ eða thyroid peroxidasa mótefnagildi munu einnig fá þessa auka mælingu á síðasta sýni. Verð fyrir thyroglobulin og thyroid peroxidasa mótefnamælingar mun haldast óbreytt.
Við vonum að þessi breyting muni ekki valda miklum óþægindum og ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við sérfræðinga ónæmisfræðideildarinnar.
Bjorn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir
Anna Guðrún Viðarsdóttir yfirlífeindafræðingur