„Sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklings“ er yfirskrift málþings Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, Fagráðs lungnahjúkrunarfræðinga á Landspítala og MND félagsins. Málþingið verður í Norræna húsinu 10. maí 2016, kl. 16:00-17:30, og er öllum opið.
Markmið málstofunnar er að hvetja til umræðu um málefni þingsályktunartillögu 31 sem liggur fyrir Alþingi, „Sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga “.
Markmið málstofunnar er að hvetja til umræðu um málefni þingsályktunartillögu 31 sem liggur fyrir Alþingi, „Sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga “.
Fundarstjóri verður Oddný G. Harðardóttir alþingismaður.
Framsögur:
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands
Bryndís S. Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins