Vel heppnaður starfsdagur iðjuþjálfunar á Landspítala var 28. apríl 2016 með fjölbreyttri dagskrá.
Tveir iðjuþjálfar kynntu meistaraverkefni sín. Annetta A. Ingimundardóttir í samfélagsgeðteyminu kynnti verkefni sitt „Notkun dáleiðslu í parameðferð“ og Gunnhildur Jakobsdóttir á BUGL kynnti verkefni sitt „Mat á þátttöku og umhverfi barna og ungmenna með og án einhverfu“. Að auki var Batamiðstöðin Kleppi og Ævintýrameðferðin á BUGL kynnt.
Fjallað var um frekari útfærslu á þjónustuferli iðjuþjálfunar á Grensási og sagt var frá þeirri vinnu sem fór í gang í Fossvogi og við Hringbraut í kjölfar verkskráningar vorið 2015. Guðrún Árnadóttir lauk svo deginum en hún greindi m.a. frá starfi fagráðsins fram til þessa og framtíðarsýn og fjallaði um áframhaldandi vinnu við þjónustuferlin.