Beiðni um dvöl á sjúkrahóteli í Ármúla án hjúkrunarþjónustu skal senda eins og verið hefur, í gestamóttöku hótelsins.
Hins vegar mun sjúklingum sem þurfa hjúkrunarþjónustu verða boðin aðstaða á Landakoti. Nýja útskriftardeildin á L2 verður að hluta nýtt sem sjúklingahótel fyrir þá einstaklinga sem þurfa á því að halda. Bryndís Konráðsdóttir deildarstjóri, sem starfað hefur á sjúkrahótelinu til margra ára, mun halda utan um beiðnir vegna þessa. Beiðnir skal senda rafrænt en hægt er að hafa samband við Bryndísi með tölvupósti, bryndisko@landspitali.is. Nánara verklag verður kynnt síðar.
Úrræðið á Landakoti mun verða notað þar til nýtt sjúklingahótel verður tekið í notkun á lóð Landspítala við Hringbraut árið 2017.