Tíu einstaklingar og tveir hópar / teymi voru heiðraðir á ársfundi Landspítala 25. apríl 2016. Yfir 300 tilnefningar bárust á innri vef spítalans frá starfsmönnum um hverja ætti að heiðra. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri en nú.
Smella hér (pdf) til að sjá þá starfsmenn sem voru heiðraðir og umsagnir um þá
Einstaklingar
Aldís Magnúsdóttir verkefnastjóri, mannauðssvið
Birna Gerður Jónsdóttir aðstoðardeildarstjóri, fæðingarvakt, kvenna- og barnasvið
Dögg Harðardóttir deildarstjóri, dag- og göngudeild augnlækninga, skurðlækningasvið
Finnur Guðmundsson öryggisvörður/húsvörður, Grensás, öryggi, rekstrarsvið
Guðrún Árnadóttir iðjuþjálfi, iðjuþjálfun, Grensás, flæðisvið
Klara Kolbrún Guðmundsdóttir, sérhæfður starfsmaður, iðjuþjálfun, flæðisvið
Margrét Jónasdóttir deildarstjóri, svæfing Hringbraut, aðgerðarsvið
Ragnheiður Snorradóttir hjúkrunarfræðingur, gigtar- og almenn lyflækningadeild, lyflækningasvið
Sara Hafsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfari, sjúkraþjálfun Fossvogi, flæðisvið
Vilborg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, móttökudeild 33C, geðsvið
Hópur / teymi
Lyfjatæknar í sjúkrahúsapótekiSjúkraliðar á lungnadeild A6, Fossvogi
Landspítali heiðrar árlega á ársfundi spítalans starfsmenn sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og lagt fram sérstaklega lofsvert framlag til starfseminnar. Heiðranirnar byggjast á tilnefningum samstarfsfólks og geta allir starfsmenn tilnefnt einstaklinga eða hópa.
Í valnefnd vegna heiðrana voru Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Hildur Helgadóttir deildarstjóri lyflækningasviði, Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs og Kristín Jónsdóttir gæðastjóri á rannsóknarsviði. Starfsmaður nefndarinnar er Þórleif Drífa Jónsdóttir.
Við valið á þeim sem eru heiðraðir er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í nýrri stefnu spítalans - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.