Doktorsverkefnið byggði á gögnum sem aflað var í tengslum við tvö öndvegisverkefni Nordforsk á sviði næringarfræði, annars vegar SYSDIET (Systems biology in controlled dietary interventions and cohort studies) og hins vegar HELGA (Nordic Health - wholegrain Food). SYSDIET er íhlutunarrannsókn sem gerð var á sex rannsóknarstofum í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Eitt af meginmarkmiðum SYSDIET var að greina lífvísa fyrir neyslu á norrænu mataræði (Nordic diet). Markmið HELGA verkefnisins var hins vegar að kanna áhrif mataræðis sem ríkt er af heilkornavörum á lífsstílssjúkdóma, s.s. krabbamein og sykursýki. Meginmarkmið doktorsritgerðarinnar var að auka þekkingu á notkun alkýlresorsínóla, sem lífvísa fyrir heilkornahveiti og -rúg í heilsusamlegu norrænu mataræði og meta tengsl þeirra við sykurefnaskipti og styrk blóðfitu. Auk þess var metinn fýsileiki þess að framkvæma íhlutun með hárri neyslu á heilkornarúgi meðal íslenskra karla sem neyta að jafnaði lítils magns af heilu korni.
Óla Kallý starfar á næringarstofu Landspítala (LSH) og sinnir þar næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki og næringu aldraðra ásamt því að starfa á sykursýkismóttöku Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja (HSS), samkvæmt sérstökum þjónustusamningi milli HSS og LSH. Óla Kallý hefur annast stundakennslu við Háskóla Íslands þar sem hún leiðbeinir meðal annars nemum í starfsnámi og rannsóknartengdu framhaldsnámi. Óla Kallý hefur hlotið rannsóknarstyrki frá Rannís (Rannsóknanámssjóður Rannís) og úr Vísindasjóði Landspítala.
Frá útskrift hefur Óla Kallý tekið þátt í endurskoðun og uppsetningu sjúklinganámskeiða á göngudeild sykursýki og undirbúningi rannsóknar til að meta árangur þeirra. Rannsókn hefst formlega í september 2016. Einnig hefur hún unnið að ritun klínískra leiðbeininga fyrir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2. Auk þess hefur hún unnið að rannsókn á matarsóun og vannæringu sjúklinga á öldrunardeildum Landspítala Landakoti í samvinnu við nemendur í meistaranámi í næringarfræði við Háskóla Íslands. Óla Kallý hefur einnig tekið virkan þátt í nefndarstörfum fyrir Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands. Hún hefur leitt samtal næringarfræðinga sem sérhæfa sig í næringarmeðferð við sykursýki fyrir hönd félagsins við nýstofnaðan faghóp hjúkrunarfræðinga sem sinnir meðferð við sykursýki í því skyni að efla teymisvinnu og leggja grunn að framtíðarrannsóknum sem miða að því til langs tíma að bæta þjónustu við einstaklinga með sykursýki.Birtar greinar:
Magnusdottir OK, Landberg R, Gunnarsdottir I, Cloetens L, Åkesson B, Rosqvist F, Schwab U, Herzig KH, Hukkanen J, Savolainen MJ, Brader L, Hermansen K, Kolehmainen M, Poutanen K, Uusitupa M, Risérus U, Thorsdottir I. Whole grain rye intake, reflected by a biomarker, is associated with favorable blood lipid outcomes in subjects with the metabolic syndrome--a randomized study. PloS One, 2014 23;9(10)Marklund M, Magnusdottir OK, Rosqvist F, Cloetens L, Landberg R, Kolehmainen M, Brader L, Hermansen K, Poutanen KS, Herzig KH, Hukkanen J, Savolainen MJ, Dragsted LO, Schwab U, Paananen J, Uusitupa M, Åkesson B, Thorsdottir I, Risérus U. A dietary biomarker approach captures compliance and cardiometabolic effects of a healthy Nordic diet in individuals with metabolic syndrome. Journal of Nutrition, 2014, 144(10)
Magnusdottir OK, Landberg R, Gunnarsdottir I, Cloetens L, Akesson B, Landin-Olsson M, Rosqvist F, Iggman D, Schwab U, Herzig KH, Savolainen MJ, Brader L, Hermansen K, Kolehmainen M, Poutanen K, Uusitupa M, Thorsdottir I, Risérus U. Plasma alkylresorcinols C17:0/C21:0 ratio, a biomarker of relative whole-grain rye intake, is associated to insulin sensitivity: a randomized study. European Journal of Clinical Nutrition, 2014, 68(4)
Magnusdottir OK, Landberg R, Gunnarsdottir I, Cloetens L, Åkesson B, Önning G, Jonsdottir SE, Rosqvist F, Schwab U, Herzig KH, Savolainen MJ, Brader L, Hermansen K, Kolehmainen M, Poutanen K, Uusitupa M, Thorsdottir I, Risérus U. Plasma alkylresorcinols reflect important whole-grain components of a healthy Nordic diet. Journal of Nutrition, 2013, 143(9)
Jonsdottir SE, Brader L, Gunnarsdottir I, Magnusdottir OK, Schwab U, Kolehmainen M, Risérus U, Herzig KH, Cloetens L, Helgegren H,Johansson-Persson A, Hukkanen J, Poutanen K, Uusitupa M, Hermansen K, Thorsdottir I. Adherence to the Nordic Nutrition Recommendations in a Nordic population with metabolic syndrome: high salt consumption and low dietary fibre intake (The SYSDIET study). Food and Nutrition Research, 2013, 16;57