Oliver Stefánsson frá Akranesi leit inn á leikstofu Barnaspítala Hringsins og færði starfseminni að gjöf 100 þúsund krónur sem hann fékk í fermingargjöf 10. apríl 2016.
Davíð bróðir hans veiktist fyrir tveimur árum og var á barnaspítalanum, þangað sem hann fer enn í skoðun. Hann er nú 4 ára og við góða heilsu. Meðan Davíð var á barnaspítalanum fór hann oft á leikstofuna til að leika sér.
Á nýliðnum vetri kom Oliver að máli við foreldra sína og sagðist vilja gefa hluta af fermingarpeningunum sínum til barnaspítalans. Niðurstaðan varð sú að leikstofan fengi að njóta fjárins því Olver tók eftir því í heimsóknum til bróður síns að það vantaði fleiri leikföng þar.
Hugulseminni piltsins var vel tekið á leikstofunni og Oliver færðar innilegar þakkir fyrir gjöfina.