Þann 26. ágúst 2013 var undirritaður samningur milli deildarinnar og lyflækningasviðs Landspítala um verkefni sem varða stuðning við öldrunardeildir spítalans. Í samningnum er kveðið á um það að verja að lágmarki 50% af úthlutuðum styrkjum Kvennadeildarinnar til styrktar starfsemi á öldrunardeildum Landspítala í 2 ár frá undirskrift samnings.
Markmið með samningnum var að bæta aðbúnað aldraðra á Landakoti og bráðaöldrunarlækningadeild Landspítala. Stuðningurinn fólst fyrst og fremst í því að festa kaup á búnaði til lækninga, hjúkrunar eða endurhæfingar aldraðra. Kvennadeildin hefur síðan verið með þrjár úthlutanir; 2013, 2014 og 2015 . Samningurinn var munnlega framlengdur haustið 2015. Verðgildi gjafanna er um 6,4 milljónir króna.
Gjafir frá Kvennadeild Rauða Krossins í Reykjavík til öldrunardeilda Landspítala á árunum 2013 til 2015:
Eftirfarandi tæki voru gefin 2013:
1 stk. NuStep fjölþjálfi með fylgihlutum til sjúkraþjálfunar Landakoti
1 stk. Taurus göngugrind til sjúkraþjálfunar Landakoti
1 stk. Breezy Relax hægindahjólastóll ásamt fylgihlutum til B4 Fossvogi
3 stk. AREA Zone þrýstingsjöfnunardýnur til K1 og K2 Landakoti
1 stk. Vela Tango vinnustóll til iðjuþjálfunar Landakoti
Eftirfarandi tæki voru gefin 2014:
1 stk. Sólarhringsblóðþrýstingsmælir til lækninga í öldrunarþjónustunni
1 stk. Gymna Plus Advanced skoðunar/þjálfunarbekkur til sjúkraþjálfunar Landakoti
5 stk. Þrýstingsjöfnunardýnur og 10 skápúðar til öldrunarlækningadeilda Landakoti
1 stk. Breezy Relax hægindahjólastóll ásamt fylgihlutum til iðjuþjálfunar Landakoti
Eftirfarandi tæki voru gefin 2015:
1 stk. NuStep fjölþjálfi T5XR til sjúkraþjálfunar Landakoti
1 stk. Loftdýna Care of Sweden Curo Cell til K1 og K2 Landakoti
2 stk. Somna keðjuteppi / þyngdarteppi til L4 Landakoti
6 stk. Favorit magnari með heyrnartólum fyrir deildir K1, K2, L0, L3, L4 Landakoti og B4 Fossvogi
1 stk. Guldman vigt fyrir lyftara fyrir K1 og K2 Landakoti
20 stk. Köning útvörp fyrir L3 Landakoti
1 stk. HITACHI HiFi hljómtækjasamstæða fyrir L3 Landakoti
2 stk. Rafdrifnir lyfti/hægindastólar fyrir L0 Landakoti og B4 Fossvogi
Mynd: Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík hefur stutt öldrunardeildir Landspítala með fjölmörgum gjöfum undanfarin þrjú ár. Í þakklætisskyni hefur konum í deildinni tvívegis verið boðið á Landakot á þessum tíma, í seinna skiptið 13. apríl 2016. Hér eru konurnar, ásamt Ragnheiði S. Einarsdóttur yfirsjúkraþjálfara Landspítala og Jóhönnu S. Óskarsdóttur yfirsjúkraþjálfara á Landakoti, við sjúkraþjálfunartæki sem Kvennadeildin gaf