Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas Ísland,
sagði meðal annars við afhendinguna:
„Allir geta þurft að glíma við geðsjúkdóm einhvern tíma á ævinni. Markmiðið með styrktartónleikum Caritas er að vekja fólk til meðvitundar um málefni geðfatlaðra á Íslandi. Það veit nefnlega enginn hver getur verið næstur. Geðsjúkdómar geta lagst á alla og hver sem er getur þurft að glíma við einhvers konar geðsjúkdóm á ævi sinni. Margir eru enn haldnir fordómum gagnvart sjúkdómnum. Sennilega hafa fáir sjúklingar orðið jafn illa fyrir barðinu á fordómum og fólk sem þjáist af geðsjúkdómum. Fordómar eru skoðanir sem ekki eru byggðar á rökum eða þekkingu heldur er þeim slegið fram án þess að sannleiksgildi þeirra hafi verið kannað.
Það er því mikilvægt að vinna gegn fordómum um geðsjúkdóma. Það þarf meiri fræðslu, umræðu og forvarnir. Og það þarf að búa betur að aðstandendum. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að vera með hjartasjúkdóm og enginn þarf að skammast sín fyrir að þjást af geðsjúkdómi.“