Landspítali hefur í umboði eiganda NordDRG á Íslandi, heilbrigðisráðuneytisins, komið að nauðsynlegum undibúningi ráðstefnunnar. Drög að dagskrá, ásamt upplýsingum um lykilfyrirlesara og fleira eru á vefsíðu ráðstefnunnar og þar er einnig hægt að skrá sig. Dagskráin á hugsanlega eftir að taka einhverjum smávægilegum breytingum.
Landspítali hefur notað NordDRG kerfið í allnokkur ár til starfsemis- og kostnaðargreiningar. Að beiðni heilbrigðisráðuneytis hefur Landspítala og Sjúkratryggingum Íslands verið falið að kanna fýsileika þess að framleiðslutengja fjármögnun spítalans að einhverju leyti. Sú vinna er enn í gangi og ætti að vera hvati fyrir þátttöku á ráðstefnunni í vor.
Vefsíða ráðstefnunnar
Snemmskráningu lýkur 20. apríl.
Skráð á norræna ráðstefnu um DRG flokkunarkerfið í Reykjavík í maí
Norræn miðstöð flokkunarkerfa (Nordic Casemix Centre), sem er samstarfsverkefni innan heilbriðisgeira Norðurlandanna um þróun starfsemisgreiningar- og flokkunarkerfisins NordDRG, stendur fyrir ráðstefnu 19. og 20. maí 2016 í Reykjavík.
Þetta er sjöunda ráðstefna Nordic Casemix Centre. Annað hvert ár stendur miðstöðin, í samvinnu við landseigendur NordDRG flokkara, fyrir ráðstefnu sem er vettvangur skoðanaskipta og lærdóms um innleiðingu, notkun og þróun DRG kerfis fyrir alla sem á því hafa áhuga en þó sér í lagi stjórnendur, lækna, læknarita og fleiri.