Kæra samstarfsfólk!
Á Landspítala eru oft miklar annir og fólk leggur á stundum bókstaflega nótt við dag að lækna og líkna. Til að standast álagið er mikilvægt að huga vel að heilsunni, bæði þeirri andlegu og líkamlegu. Landspítali hefur undanfarin ár lagt aukna áherslu á heilsufar starfsfólks, svo sem með heilsufarsskoðunum, eftirliti með bólusetningum, samgöngustyrkjum, hollari og fjölbreyttari starfsmannamatseðlum og þannig mætti lengi telja.
Nú dagana 9. - 11. júní heldur Landspítali Norrænu sjúkrahúsleikana en þeir leikar falla vel að heilsufarsáherslu spítalans. Landspítali hefur lengi verið í DNHL (De Nordiske Hospitals Lege) ásamt 25 öðrum sjúkrahúsum á Norðurlöndum en þau samtök hafa haldið leikana u.þ.b. annað hvert ár frá 1975. Leikarnir hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, árið 2002. Á leikunum nú verður keppt í fjórtán íþróttagreinum, bæði hóp- og einstaklingsgreinum. Um 630 erlendir þátttakendur hafa nú þegar skráð sig til leiks - frá 19 sjúkrahúsum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Öllum starfsmönnum eru velkomnið að vera með og allir eiga að geta fundið íþróttagrein við sitt hæfi. Það þarf ekki að vera íþróttahetja, þetta snýst um að taka þátt. En ef það höfðar alls ekki til einhvers þá er einnig hægt að bjóða fram krafta sína sem sjálfboðaliði og fá þannig að upplifa stemninguna. Þetta eru ákaflega skemmtilegir leikar þar sem samstarfsfólk alls staðar að af Norðurlöndum kemur saman, enda mætir fólk aftur og aftur til leiks.
Opnunarhátíðin verður í Hörpu fimmtudaginn 9. júní þar sem allir koma saman, þiggja léttar veitingar og skemmtan auk þess að sækja keppnisgögnin. Leikunum lýkur svo með veglegri veislu í Laugardalshöll þar sem boðið verður upp á þriggja rétta máltíð og skemmtun.
Á Landspítala eru oft miklar annir og fólk leggur á stundum bókstaflega nótt við dag að lækna og líkna. Til að standast álagið er mikilvægt að huga vel að heilsunni, bæði þeirri andlegu og líkamlegu. Landspítali hefur undanfarin ár lagt aukna áherslu á heilsufar starfsfólks, svo sem með heilsufarsskoðunum, eftirliti með bólusetningum, samgöngustyrkjum, hollari og fjölbreyttari starfsmannamatseðlum og þannig mætti lengi telja.
Nú dagana 9. - 11. júní heldur Landspítali Norrænu sjúkrahúsleikana en þeir leikar falla vel að heilsufarsáherslu spítalans. Landspítali hefur lengi verið í DNHL (De Nordiske Hospitals Lege) ásamt 25 öðrum sjúkrahúsum á Norðurlöndum en þau samtök hafa haldið leikana u.þ.b. annað hvert ár frá 1975. Leikarnir hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, árið 2002. Á leikunum nú verður keppt í fjórtán íþróttagreinum, bæði hóp- og einstaklingsgreinum. Um 630 erlendir þátttakendur hafa nú þegar skráð sig til leiks - frá 19 sjúkrahúsum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Öllum starfsmönnum eru velkomnið að vera með og allir eiga að geta fundið íþróttagrein við sitt hæfi. Það þarf ekki að vera íþróttahetja, þetta snýst um að taka þátt. En ef það höfðar alls ekki til einhvers þá er einnig hægt að bjóða fram krafta sína sem sjálfboðaliði og fá þannig að upplifa stemninguna. Þetta eru ákaflega skemmtilegir leikar þar sem samstarfsfólk alls staðar að af Norðurlöndum kemur saman, enda mætir fólk aftur og aftur til leiks.
Opnunarhátíðin verður í Hörpu fimmtudaginn 9. júní þar sem allir koma saman, þiggja léttar veitingar og skemmtan auk þess að sækja keppnisgögnin. Leikunum lýkur svo með veglegri veislu í Laugardalshöll þar sem boðið verður upp á þriggja rétta máltíð og skemmtun.
Ég hvet fólk til að skrá sig sem fyrst - til þess að fá niðurgreiðslu frá starfsmannafélaginu þarf að skrá sig fyrir föstudaginn 15. apríl (greta@landspitali.is). Eftir það er hægt að skrá sig en ekki hægt að treysta á styrkinn.
Hafið það gott um helgina, hvort heldur þið standið vaktina eða hlaðið batteríin!
Páll Matthíasson