Jarðvinna vegna byggingar nýja sjúkrahótelsins hefur verið í fullum gangi frá desember 2015. Í febrúar 2016 hófust sprengingar á byggingarsvæðinu til að losa berglög. Sprengt var tvisvar til þrisvar á dag á fyrirfram ákveðnum tímum og var fyllsta öryggis gætt. Síðasta sprengingin var miðvikudaginn 6. apríl og lauk þar með nærri allri jarðvinnu í framkvæmdunum. Fleygað verður lítils háttar af og til, aðallega vegna fráveitulagna. Framkvæmdir við bygginguna sjálfa og tengiganga yfir til Kvennadeildahúss og K-byggingar eru hafnar en stefnt er að því að húsinu verði skilað fullbúnu vorið 2017. Samkvæmt upplýsingum frá LNS Saga, aðalverktaka á svæðinu, er stefnt að því að ný gata af spítalasvæðinu inn að Barónsstíg verði tilbúin í upphafi sumars en hún mun stórbæta aðgengi að spítalanum.
Jarðvinnu vegna sjúkrahótels að mestu lokið
Sprengingum er lokið í jarðvinnu vegna byggingar sjúkrahótels við Hringbraut og breytingar á innkeyrslu að Landspítala Hringbraut.