Jarðvegsframkvæmdir vegna nýja sjúkrahótelsins og breyttrar innkeyrslu að Landspítala Hringbraut hafa gengið samkvæmt áætlun. Eins og við var búist hafa þessar framkvæmdir haft nokkur ónæði í för með sér fyrir starfsemina þar en þegar kemur lengra fram á vorið fer grófasta vinnan að færast fjær núverandi byggingum og þá ætti að hægjast um. Mikið hefur verið fleygað með stórum vinnuvélum en sprengt var í fyrsta skipti 10. mars 2015. Að jafnaði er sprengt alla virka daga um kl. 12:10 og 16:10. Tímasetningar geta þó breyst.
Jarðvinnu og uppgreftri lýkur í vor en þá hefst vinna við sjálft sjúkrahótelið.
Kristján Rafn Harðarson, byggingarstjóri hjá Verkís hf., segir í myndbandinu frá nýju innkeyrslunni og staðsetningu nýja sjúkrahótelsins