Bráðveikir í nýjum spítala og sameiginleg bráðamóttaka í nýjum meðferðarkjarna nýs spítala var umræðuefnið á Bráðadeginum 2016 árlegri ráðstefnu flæðisviðs Landspítala
Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Peter Berlac, yfirmaður bráðaþjónustu á Kaupmannahafnarsvæðinu, sem fjallaði m.a. um viðbrögð við hryðjuverkaógn. Auk hans er í myndbandinu rætt við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs, Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðilækni á bráðamóttöku Landspítala, Lovísu Agnesi Jónsdóttur, deildarstjóra flæðisdeildar Landspítala, Brynjólf Mogensen, forstöðumann rannsóknarstofu LSH og HÍ í bráðafræðum, og Dóru Björnsdóttur, hjúkrunarfræðing á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi.