Að meðaltali þarf um 70 blóðgjafa á dag hjá Blóðbankanum þá fjóra daga sem opið er til blóðgjafa. Á hverju ári koma þangað 8.000 til 9.000 þúsund manns til að gefa blóð og nýliðun þarf að vera um það 2.000 blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum.
Árið 2014 voru konur í fyrsta skipti fleiri í hópi nýrra blóðgjafa en karlmenn. „Við erum virkilega að reyna að ná til kvenna, þar eigum við mikið sóknarfæri á Íslandi“, segir Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar Blóðbankans. Auk hennar er í vídeóinu sem fjallar um Blóðbankann rætt við Ölmu D. Möller, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs, og Björn Harðarson, forstöðumann rannsókna í Blóðbankanum, auk nokkurra blóðgjafa.