Því var fagnað 4. mars 2016 að um 30 ár væru liðin frá því að þyrluvakt lækna hóf störf. Í fyrstu var þetta sjálfboðaliðastarf unglækna en gildi starfsins kom fljótt í ljós og starfsemin komst í fasta skorður. Í 30 ár hefur þyrluvaktin unnið farsælt starf með áhöfnum þyrlna Landhelgisgæslunnar.
Guðmundur Björnsson læknir, Felix Valsson svæfingalæknir, Benóný Ásgrímsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni og Bergur Stefánsson læknir.