Tveir hjúkrunarfræðingar á Landspítala eru í hópi nemenda í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík sem ætla, sem hluta af námi sínu, að vinna verkefni sem hefur þann tilgang að minnka mengun og bílaumferð í Reykjavík með „carpooling“ eða „samferða til vinnu“.
Verkefni snýst um að hvetja fólk til að deila einkabílum á ferðum sínum til og frá vinnu, a.m.k. eftir því sem kostur er. Þessi samgöngumáti er vel þekktur erlendis en lítið þekktur hérlendis.
Þar sem tveir í hópnum þekkja til á spítalanum, vita af metnaðarfullri umhverfisstefnu, samgöngustyrk og gríðarlegum bílastæðavanda var ákveðið að athuga hvort starfmenn Landspítala gætu verið þátttakendur í prufuhópi. Nemendurnir eru því komnir í samstarf við Huldu Steingrímsdóttur, verkefnisstjóra umhverfis- og samgöngumála Landspítala, um þetta verkefni .
Verkefni snýst um að hvetja fólk til að deila einkabílum á ferðum sínum til og frá vinnu, a.m.k. eftir því sem kostur er. Þessi samgöngumáti er vel þekktur erlendis en lítið þekktur hérlendis.
Þar sem tveir í hópnum þekkja til á spítalanum, vita af metnaðarfullri umhverfisstefnu, samgöngustyrk og gríðarlegum bílastæðavanda var ákveðið að athuga hvort starfmenn Landspítala gætu verið þátttakendur í prufuhópi. Nemendurnir eru því komnir í samstarf við Huldu Steingrímsdóttur, verkefnisstjóra umhverfis- og samgöngumála Landspítala, um þetta verkefni .
Ætlunin er fá eins stóran hóp og mögulegt er til að nýta sér „samferða til vinnu“ í smá tíma og safna gögnum sem gætu jafnvel nýst Landspítala í framtíðinni.
Til að taka þátt: Senda tölvupóst á samferdatilvinnu@gmail.com