Læknar byrjuðu þann 20. febrúar 1986 að fylgja þyrlum Landshelgisgæslunnar í björgunarflug eða fyrir þremur áratugum. Það var fyrsti vísirinn að þyrluvakt lækna sem hefur verið mikilvægur hlekkur í gæfuríku björgunar- og hjálparstarfi með þyrlum Landhelgisgæslunnar síðan. Fjöldi lækna hefur í þau 30 ár sem liðin eru frá þessu frumkvöðlastarfi verið dyggir liðsmenn þyrluvaktarinnar.Til að minnast tímamótanna lenti TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar á þyrlupallinum við Landspítala í hádeginu 4. mars 2016. Þar komu saman margir af þeim sem fyrr og síðar hafa skipað þyrluvaktina og verið í áhöfn björgunarþyrlnanna.