Þorbjörn Jónsson hefur verið settur yfirlæknir Blóðbankans til eins árs frá 1. mars 2016 að telja, í leyfi Sveins Guðmundssonar yfirlæknis.
Þorbjörn lauk læknisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands vorið 1989 og doktorsprófi frá sama skóla haustið 1993. Þorbjörn hélt til framhaldsnáms við Rikshospitalet og Ullevål universitetssykehus í Osló og hann hefur hlotið sérfræðiréttindi í ónæmisfræði og blóðgjafarfræði. Frá árinu 2003 hefur Þorbjörn verið starfandi sérfræðingur á Landspítala, fyrstu árin á ónæmisfræðideild LSH en frá árinu 2005 í Blóðbankanum. Þorbjörn hefur auk sérfræðilæknisstarfa sinnt rannsóknarvinnu, kennslu og ritstörfum og hann hlaut árið 2006 akademíska nafnbót sem klínískur prófessor við Háskóla Íslands.