Norski rannsóknarsjóðurinn Kavli Research Foundation hefur ákveðið að styrkja samnorræna rannsókn á framvindu vægrar vitrænnar skerðingar með 2,5 milljónum norskra króna (u.þ.b. 37 milljónir ISK). Um er að ræða framhald á rannsókn sömu aðila 2011-2014 með þátttöku 6 minnismóttaka á háskólasjúkrahúsum í fjórum löndum. Stjórnandi rannsóknarinnar er Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild á Landakoti.