Á aðgerðasviði Landspítala eru rúmlega 500 starfsmenn. Meðal starfseininga á sviðinu eru gjörgæsludeildirnar báðar og Blóðbankinn.
Starfsemin í heild er mjög umfangsmikil, til dæmis voru 1.400 sjúklingar á gjörgæsludeildunum í Fossvogi og við Hringbraut og 12 þúsund sjúklingar á vöknun.
Starfsemin í heild er mjög umfangsmikil, til dæmis voru 1.400 sjúklingar á gjörgæsludeildunum í Fossvogi og við Hringbraut og 12 þúsund sjúklingar á vöknun.
Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir í vídeóinu frá starfsemi sviðsins. Hún er ánægð með það aukna fé sem nú er verið að leggja fram til að stytta biðlista, bæði í bæklunaraðgerðum og augasteinsaðgerðum: „ Við viljum skera upp en alls ekki skera niður.“