Haldið var skemmtikvöld í félagsmiðstöðinni Fjörgyn þriðjudaginn 2. febrúar þar sem þekktir uppistandarar gáfu vinnu sína fyrir málstaðinn en fram komu Ari Eldjárn, Helgi Jónsson, Rökkvi Vésteinsson og Bergvin Oddsson. Aðgangur að kvöldinu var ókeypis en Ölgerðin og Dominos gáfu veitingar sem seldar voru til styrktar BUGL.
Góðgerðavikunni lauk með „góðgerðaballi“ í félagsmiðstöðinni Sigyn þar sem Steinar, Glowie og Áttan skemmtu yfir 200 unglingum fram eftir kvöldi.
Mynd: Unglingar í Grafarvogi söfnuðu fé til styrktar BUGL. Sara Líf Valsdóttir og Guðrún Pálsdóttir afhentu féð fyrir hönd góðgerðarráðs félagsmiðstöðva í Grafarvogi